Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tveir listar bjóða fram í Súðavíkurhreppi

Myndir teknar með dróna.
Súðavík. Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.

Elsa Guðbjörg Borgarsdóttir frumkvöðull er oddviti Víkurlistans. Steinn Ingi Kjartansson núverandi oddviti Hrepplistans fer fyrir listanum á nýjan leik.

Alls sitja fimm í sveitastjórn Súðavíkurhrepps. Þar er H listi í meirihluta með þrjá fulltrúa en L listi Lýðræðislistans, sem ekki býður fram að þessu sinn er með tvo. Pétur G. Markan er núverandi sveitastjóri og sveitarstjórnaefni H listans.

Þann 1. janúar síðastliðinn voru íbúar í Súðavíkurhreppi 196 talsins.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV