Kjósendur í Súðarvíkurhreppi geta valið milli tveggja framboða í sveitarstjórnakosningum þann 26. maí næstkomandi. Valið mun annars vegar standa á milli Víkurlistans með bókstafinn E og hins vegar Hreppslistans með bókstafinn H. Þegar framboðsfrestur rann út hafði aðeins Hreppslistinn skilað inn framboði. Því var framboðsfrestur framlengdur og þá skilaði Víkurlistinn inn framboði.