Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tveir fórust í flugslysinu

05.08.2013 - 15:45
Mynd með færslu
 Mynd:
Tveir létust í flugslysinu fyrir ofan Akureyri í dag. Þriðji maðurinn sem var um borð liggur á sjúkrahúsi en mun ekki vera lífshættulega slasaður. Þetta fékkst staðfest nú fyrir stundu.

Lögregla og björgunarsveitir eru enn á vettvangi slyssins. Tildrög þess eru ókunn en fjöldi fólks var vitni að slysinu. 

Vélin lenti á braut akstursíþróttafélags Akureyrar. Nokkrum vegum að svæðinu hefur verið lokað og má búast við að svæðið verði lokað næsta sólarhringinn hið minnsta.