Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tveimur pósthúsum lokað fyrir vestan

20.12.2013 - 13:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Pósthúsum á Þingeyri og Suðureyri verður brátt lokað. Íslandspóstur heimilaði lokun útibúana og en í tilkynningu frá Póst og fjarskiptastofnun segir að póstbílar komi í stað útibúanna. Gert er ráð fyrir að eitt og hálft stöðugildi tapist á hvorum stað fyrir sig við lokunina.

 Í samtali við Morgunblaðið gagnrýnir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði lokunina og segir ákvörðun um hana hafa verið tekna án samráðs við bæjaryfivöld. Að hans mati skerðir niðurlögn á starfseminni búsetuskilyrði. Póstþjónustan á Suðureyri hefur til þessa verið rekin í samstarfi við Sparisjóð Bolungarvíkur en póstþjónustan á Þingeyri hefur verið rekin í samstarfi við Landsbankann. Daníel segir að þar sem póstþjónustan hafi verið starfrækt í bankaútibúi kunni lokunin að hafa áhrif á afgreiðslutíma bankans.