Áttatíu og þrír björgunarsveitarmenn eru á leið á Langjökul til að leita að tveimur vélsleðamönnum. Gert er ráð fyrir að þeir komist fljótlega á leitarsvæðið. Þar eru skilyrði ekki góð, að sögn Þorsteins Gunnarssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Myrkur er að skella á og hvasst. Vélsleðamennirnir voru í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi en urðu viðskila við hópinn og skiluðu sér ekki af jöklinum.