Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tveggja leitað á Langjökli

05.01.2017 - 16:49
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Áttatíu og þrír björgunarsveitarmenn eru á leið á Langjökul til að leita að tveimur vélsleðamönnum. Gert er ráð fyrir að þeir komist fljótlega á leitarsvæðið. Þar eru skilyrði ekki góð, að sögn Þorsteins Gunnarssonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Myrkur er að skella á og hvasst. Vélsleðamennirnir voru í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi en urðu viðskila við hópinn og skiluðu sér ekki af jöklinum. 

Björgunarsveitafólk af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu á vélsleðum og snjóbílum er á leið á leitarsvæðið.

Að sögn Þorsteins barst útkall frá Neyðarlínu kl. 15:38. Hann segir að alltaf sé erfitt að leita í náttmyrkri, hvað þá á jökli og í þeim strekkingi sem þar er núna.

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV