Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tvær nautsterkar á Söngvakeppninni

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tvær nautsterkar á Söngvakeppninni

08.02.2018 - 09:07

Höfundar

Fyrrum heimsmeistarinn í Crossfit, Annie Mist og kraftlyftingakonan Arnhildur Anna Árnadóttir koma fram á Söngvakeppninni á laugardagskvöld, en þær munu taka þátt í framlagi söngkonunnar Þórunnar Antoníu. Mikil leynd hvílir yfir hlutverki þeirra í atriðinu.

Söngkonan Þórunn Antonía flytur lagið Ég mun skína sem keppir í fyrri undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. 

Annie Mist er jafnan talin fyrsta íslenska CrossFit stjarnan, en hún sigraði á heimsleikunum í CrossFit tvö ár í röð. Hún lenti í öðru sæti árið 2010, en landaði titlinum árið 2011 og endurtók svo leikinn ári síðar. Hún hafnaði svo aftur í öðru sæti árið 2014. Hún hefur meðal annars hlotið þjálfun í dansi á farsælum og viðburðaríkum íþróttaferli, en hugsanlegt er að það nýtist henni eitthvað á laugardagskvöldið.

Arnhildur Anna keppti á sínu fyrsta móti árið 2012 og hefur síðan náð gríðarlegum árangri og slegið ótal íslandsmet. Hún er talin ein sterkasta kona Íslands.