Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tvær mýs í maga urriðans

14.09.2018 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd: Stangveiðifélag Akureyrar
Tvær mýs komu í ljós í maga urriða sem veiddur var í Hörgá nýlega. Þekkt er að urriðinn étur mýs, en sjaldgæft er að tvær mýs komi úr eina og sama urriðamaganum.

Urriðinn var um 50 sentimetra langur og veiddist í Bægisárhyl í Hörgá. Veiðimaðurinn, Sigmar B. Bjarnason, segir í færslu á Facebook að urriðinn hafi sennilega verið vel saddur af magainnihaldinu af dæma. Þegar Sigmar slægði fiskinn komu í ljós tvær fullorðnar mýs. 

Aldrei fyrr séð tvær mýs í maga urriða

„Þetta er þekkt, en kannski ekki algengt,“ segir Guðrún Una Jónsdóttir, formaður Stangveiðifélags Akureyrar, sem er með Hörgá á leigu. „Það er þekkt að urriðar éta mýs og einnig gæsarunga og andarunga. En ég hef aldrei áður séð tvær mýs koma úr maga urriða.“ 

Gráðugur ránfiskur

Eins og Guðrún Una segir er urriðinn gráðugur ránfiskur. Það kom meðal annars í ljós í myndbandi sem RÚV birti sumarið 2016 af urriða sem veiddi gæsarunga í Laxá í Aðaldal.   

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV