Tugir þúsunda flýja fellibyl á Filippseyjum

02.12.2019 - 06:48
Erlent · Hamfarir · Asía · fellibylur · Filippseyjar · Veður
epa08038584 A handout photo made available by Greenpeace-Philippines shows a weather forcaster points at the track of Typhoon Kammuri on a digital screen inside the City Disaster Risk Reduction Managment Office (CDRRMO) in Legazpi, Albay Province, Philippines, 02 December 2019. According to the latest government weather bureau forecast, a typhoon signal was raised in eastern Philippines as Typhoon Kimmuri heads towards the main island Luzon, warning residents living along the typhoon path to take precautionary measures of possible flash floods on low-lying areas and landslides on mountainous villages. Typhoon Kammuri intensified ahead of its landfall as it continued to threaten the country's hosting of the 30th Southeast Asian Games.  EPA-EFE/BASILIO H. SEPE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - GREENPEACE PHILIPPINES
Um 70.000 manns hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna fellibylsins Kammuri sem búist er við að skelli á austanverðum Filippseyjum í kvöld eða nótt. Meðalvindhraði verður yfir 40 metrar á sekúndu og vindhviður yfir 50 þegar Kammuri tekur land, gangi spár veðurfræðinga eftir, og ausandi rigning fylgir honum hvert fótmál.

Líklegast þykir að bylurinn gangi á land á suðausturodda Lúsoneyjar og fikri sig svo norðvestur eftir eyjunni og fari jafnvel ansi nærri höfuðborginni Manila. Þar standa 30. Suðaustur-Asíuleikarnir sem hæst og er óttast að bylurinn riðli dagskrá leikanna verulega.

Í Bicol-héraði á suðaustanverðri Lúson-eyju hafa um 70.000 manns þegar þurft að yfirgefa heimili sín. Auk stormsins sjálfs er varað við hættu á flóðum í ám, aurskriðum og sjóflóðum við ströndina. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi