Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tugir þúsunda flýja Boko Haram

29.01.2019 - 10:45
Mynd með færslu
Herir Nígeríu, Níger, Kamerún og Tjad hafa til skamms tíma unnið saman gegn Boko Haram á svæðinu umhverfis Tjad-vatn. Eftir árásina á herstöð Tjad-hers við Bohoma í mars tilkynntu þarlend stjórnvöld að þau hygðust draga sig út úr samstarfinu og einbeita sér að því að berjast gegn Boko Haram innan eigin landamæra. Mynd:
Um 30.000 manns flýðu frá borginni Rann í norðausturhluta Nígeríu um helgina af ótta við árás hryðjuverkasamtakanna Boko Haram.

Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun og sagði að flestir hefðu flúið yfir landamærin til Kamerún.

Fólkið hefði orðið skelfingu lostið þegar fjölþjóðasveitir, sem sendar voru til Rann eftir árás Boko Haram fyrr í þessum mánuði, hefðu farið frá borginni. Hryðjuverkasamtökin hefðu heitið því að snúa þangað aftur.