Saksóknari í Brasilíu hefur farið fram á að rannsókn verði gerð á meintu spillingarmáli brasilískra stjórnmálamanna og ríkisrekna olíufyrirtækisins Petrobras.
Spillingarmál tengd fyrirtækinu komust í hámæli eftir að uppljóstrarinn Edward Snowden birti upplýsingar um hleranir þjóðaröryggistofnunar Bandaríkjanna á samtölum Dilmu Rousseff, forseta Brasilíu, hátt settra embættismanna og yfirmanna Petrobras.
Saksóknari hefur farið fram á að 54 stjórnmálamenn sæti rannsókn vegna málsins. Mótmæli eru tíð í Brasilíu vegna meintra spillinga stjórnvalda, þúsundir gengu fylktu liði um miðborg Sao Paulo í desember síðastliðnum og mótmæltu spillingu og endurkjöri forsetans.