Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tugir féllu í Sómalíu

28.02.2019 - 23:26
Mynd með færslu
 Mynd:
Sjálfsvígsárás skammt frá hóteli í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í kvöld kostaði að minnsta kosti 25 manns lífið. Tugir til viðbótar særðust, að því er AFP fréttastofan hefur eftir bráðaliðum í borginni.

Vígamenn úr sómölsku hryðjuverkasamtökunum Al-Shabab lýstu ódæðinu á hendur sér. Þeir hafa gert fjölda árása í borginni á liðnum árum. Þeir réðu borginni um tíma en urðu að hörfa frá henni og fleiri hernaðarlega mikilvægum stöðum í Sómalíu. Yfirráðasvæði vígamannanna eru einkum á landsbyggðinni þaðan sem þeir halda uppi skæruhernaði gegn sómalska stjórnarhernum.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV