Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tugir barna fórust í eldsvoða

19.09.2019 - 02:44
epa07850999 People carry a body of the fire victim before a funeral ceremony at the 17th street Islamic Mosque, in Monrovia, Liberia, 18 September 2019. According to reports, 27 children died in a fire incident at a Islamic  boarding school in a suburb of Paynesville, outside Monrovia. Police spokesman Moses Carter said the cause of the fire has not yet been established.  EPA-EFE/AHMED JALLANZO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst 27 fórust, flest á barnsaldri, þegar eldur braust út í heimavistarskóla í úthverfi Monróvíu, höfuðborgar Líberíu, í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað í morgunsárið, þegar flest barnanna voru enn í fastasvefni í svefnskála nærri skólamoskunni, en í skólanum eru börn frá tíu ára aldri uppfrædd um kenningar kóransins.

Lögregla var enn að leita að líkamsleifum nemenda þegar langt var liðið á daginn og ekki er útilokað að fleiri hafi farist. Reuters-fréttastofan hefur eftir lögreglu að eldurinn hafi líklega kviknað út frá rafmagni, en rannsókn á eldsupptökum stendur enn yfir. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV