Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Trump vill Rússa aftur í G7 

08.06.2018 - 14:13
epa06720115 US President Donald J. Trump delivers an announcement on Iran in the Diplomatic Reception Room of the White House in Washington, DC, USA, 08 May 2018. Trump announced plans to pull out of Iran nuclear deal. Trump announced that he will
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur að Rússland ætti að fá aftur inngöngu í G7 hópinn, samtök stærstu iðnríkja heims. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í aðdraganda fundar G7 ríkjanna í Kanada. Rússlandi var vísað úr G7 fyrir fjórum árum eftir að Rússar hertóku Krímskaga. 

Trump og leiðtogar hinna G7 ríkjanna hafa deilt opinberlega um ýmis mál sem búist er við að tekin verði upp á fundinum sem fram fer í Québec í Kanada. Þessi ummæli hans eru ekki til þess fallin að lægja öldurnar.

Rússland varð meðlimur að G7 samstarfinu sem þá varð G8 árið 1990 eftir fall Sovétríkjanna. Eftir hertökuna á Krímskaga var sú ákvörðun tekin, með Bandaríkin undir stjórn Barack Obama, þáverandi forseta, í fararbroddi að reka Rússland úr hópnum.

Tillaga Trump um að hleypa Rússum aftur inn í samstarfið án þess að Rússar gefi Krímskagann eftir þykir mörgum merki um sérstaklega vinsamlegt viðhorf forsetans til Rússlands að því er fram kemur í umfjöllun New York Times um málið.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV