Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Trump sendir Kim lagið Rocket Man á geisladisk

06.07.2018 - 10:59
epa06801599 US President Donald J. Trump (R) and North Korean Chairmain Kim Jong-un (L) shake hands after signing a document during their historic DPRK-US summit, at the Capella Hotel on Sentosa Island, Singapore, 12 June 2018. The summit marks the first
 Mynd: EPA-EFE - THE STRAITS TIMES / SPH
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er þessa dagana í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, þar sem fram fara áframhaldandi viðræður við leiðtoga landsins, Kim Jong-un, um kjarnorkuafvopnun ríkisins. Samkvæmt heimildum Guardian færir Pomeo Kim einnig gjöf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta; geisladisk með laginu Rocket Man eftir Elton John.

Slær hann þar á létta strengi, en í fyrra, þegar samband þeirra Trumps og Kim var ekki eins náið, uppnefndi Bandaríkjaforseti leiðtoga Norður-Kóreu ítrekað little rocket man eða litla eldflaugamanninn. Er geisladiskurinn sagður áritaður af Trump og með honum fylgi persónulegt bréf til Kim. 

„Tveir menn, tveir leiðtogar, ein örlög“ 

Fyrir fund þeirra Trumps og Kim í síðasta mánuði lét ríkistjórn Bandaríkjanna framleiða umdeilt kynningarmyndband um hugsanlega framtíð ríkjanna tveggja, með þá tvo í aðalhlutverki. Yfir myndskeið af landslagi og borgarlífi Norður-Kóreu segir kynnir fundinn snúast um „tvo menn, tvo leiðtoga, ein örlög.“ 

Emilía Sara Ólafsdóttir Kaaber
Fréttastofa RÚV