Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Trump og Kim hittast í Hanoi í dag

27.02.2019 - 08:17
Mynd með færslu
Nguyen Xuan Phuc, forsætisráðherra Víetnams, heilsar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Hanoi í morgun. Mynd:
Fundur Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, með Kim Jong-un. leiðtoga Norður-Kóreu í Hanoi í dag hefst með stuttum viðræðum og síðan kvöldverði.

Breska útvarpið BBC greinir frá þessu en segir að Trump ætli fyrst að hitta forsætisráðherra Víetnams og aðra áhrifamenn.

Leiðtogarnir hittist fyrst klukkan 11:40 að íslenskum tíma og muni svo ganga til kvöldverðar ásamt aðstoðarfólki. Nokkrir fundir verði á morgun, en nákvæm dagskrá liggi ekki fyrir.