Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Trump hættir við hersýningu

17.08.2018 - 13:24
epa06954035 (FILE) - Military personnel march up Fifth Avenue during the annual Veterans Day parade in New York, New York, USA, 11 November 2015 (reissued 17 August 2018). According to the Pentagon, a military parade that was ordered by US President
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að hætta við hersýningu í höfuðborginni Washington, sem til stóð að færi fram 10. nóvember. Ástæðan er að hans sögn að embættismenn borgarinnar gerðu of mikið úr mögulegum kostnaði við framkvæmd sýningarinnar.

Forsetinn ætlar í staðinn að fara á hersýningu á Andrews herstöðinni í Maryland-ríki og verður gestur Emmanuel Macron Frakklandsforseta 11. nóvember þegar haldið er upp á friðarsáttmálann sem markaði endalok átaka milli bandamanna og Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni.

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að hersýningunni yrði frestað til næsta árs. Fyrr um daginn höfðu heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs greint frá því að áætlaður kostnaður við hana hefði aukist úr 12 milljónum dollara í 92 milljónir dollara eða 10 milljarða króna.

epa06954036 (FILE) - Veterans are seen marching during the Veteran's Day Parade along 5th Avenue in New York, New York, USA, 11 November 2005 (reissued 17 August 2018). According to the Pentagon, a military parade that was ordered by US President