Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Trump afboðar vegna veðurs

10.11.2018 - 14:50
President Donald Trump shakes hands with French President Emmanuel Macron inside the Elysee Palace in Paris Saturday Nov. 10, 2018. Trump is joining other world leaders at centennial commemorations in Paris this weekend to mark the end of World War I. (AP
 Mynd: AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna afboðaði í dag vegna veðurs för að kirkjugarði þar sem hvíla bandarískir hermenn sem féllu í fyrri heimsstyrjöldinni. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að ekkert verði af för Trumps að vígvellinum í Bois Belleau og kirkjugarðinum, sem er austan við París, vegna erfiðleika við skipulag sem orsakist af veðri.

Trump og Emmanuel Macron forseti Frakklands hittust á fundi í forsetahöllinni í París í dag og segja fréttaskýrendur að heldur stirt hafi virst milli þeirra við upphaf fundarins. Macron vísaði þó til Trumps sem stórvinar síns fyrir fundinn og sagði mikinn einhug ríkja milli þjóðanna tveggja. Forsetarnir myndu meðal annars ræða um ástandið í Íran, Sýrland og Jemen og um viðskipti og loftslagsmál. 

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV