Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Trú á æðri máttarvöld

02.06.2011 - 19:47
Mynd með færslu
 Mynd:
Um 70 prósent Íslendingar trúa á guð eða önnur æðri máttarvöld og telja að það sé líf eftir þetta líf. Íslendingar eru hins vegar ekki eins sannfærðir um að guð hafi skapað heiminn.

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup var spurt um ýmislegt tengt trúmálum. Þar kemur meðal annar í ljós að 71 prósent Íslendinga trúa á guð eða önnur æðri máttarvöld. Þar er mikill munur milli kynjar.


84 prósent kvenna trúa á æðri máttarvöld en aðeins 58 prósent karla. Þá eru þeir eldri trúaðri en þeir yngri. Svipað er upp á teningnum þegar spurt er um framhaldslíf. 67 prósent Íslendinga trúa á það. Það gera hins vegar 83 prósent kvenna en 53 prósent karla.


Yngra fólk hefur minni trú á framhaldslíf - helmingur fólk undir þrítugu trúir á það á móti þremur fjórðu þeirra sem eru sextugir og eldri. Landsbyggðin er heldur trúaðri á framhaldslífið en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þá trúa átta af hverju tíu þeirra sem eru með minna en 250 þúsund krónur á mánuði á framhaldslíf, en aðeins helmingur þeirra sem eru með meira en milljón á mánuði.


En þrátt fyrir mikla guðstrú landsmanna nær hún ekki yfir allt sem Biblían segir guð hafa gert. Íslendingar telja nefnilega að þó að æðri máttarvöld til sé ekki þar með sagt að þau hafi skapað heiminn. Aðeins 22 prósent þjóðarinnar telja að svo hafi verið, meðan 68 prósent telja að heimurinn hafi orðið til í Miklahvelli.