Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Trönuberið frá Limerick

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ól.Bragason - Rás 2

Trönuberið frá Limerick

04.02.2018 - 14:00

Höfundar

Við beinum kastljósinu í dag að hljómsveitinni The Cranberries og söngkonunni Dolores O'Riordan sem kvaddi okkur núna fyrir rétt rúmum hálfum mánuði.

Cranberries var í eina tíð ein vinsælasta hljómsveit heims, en svo hneig frægðarsólin eins og gengur. Það gekk á ýmsu hjá Cranberries sem flaug hátt um tíma, hætti og byrjaði aftur og fór svo aftur í frí og kom enn aftur. Cranberries var starfandi með hléum í næstum 30 ár og sendi frá sér sjö stórar plötur. Þar að auki gaf Dolores út tvær sólóplötur og var undir það síðasta í hljómsveit með Andy Rourke sem var bassaleikari The Smiths, og sambýlismanni sínum Olé Koretsky sem var talsvert yngri en hún.

Hljómsveitin Valdimar kemur líka við sögu, valdimar á AFÉS og Valdimar á Eurosonic Festival núna um daginn og við heyrum í Sting og Shaggy og UB 40.

Dolores fannst látin á hótelherbergi á Hilton hótelinu við Park Lane í London mánudaginn 15. janúar sl. og það er enn verið að rannsaka dánarorsök, en samkæmt því sem ég kemst næst erum við ekki að tala um neitt saknæmt,  ngan glæp.

Dolores bjó undir það siðasta í New York með unnusta sínum, tónlistarmanninum Ole Koretzky, en hún skildi við eiginmann sinn til 20 ára, fyrrum umboðsmann hljómsveitarinnar Cranberries árið 2014. Þau áttu saman þrjú börn.

Hljómsveitin Cranberries hætti störfum árið 2003 en tók aftur saman 2009. Sagan segir að líf Dolores hafi lengi verið litað af þunglyndi og geðhvarfasýki, lystarstoli og alkóhólisma. Rótin af þessu öllu var kynferðisleg misnotkun sem hún varð fyrir þegar hún var ung stúlka sagði hún sjálf. Hún þurfti oftar en einu sinni að berjast fyrir lífi sínu við sjálfa sig og hún viðrkenndi í viðtali við Belfast Telegraph árð 2014 að árið áður hafi hun reynt að stytta sér aldur með því að taka inn stóran skammt af sterkum verkjalyfjum. Það fékk mikið á hana þegar pabbi hennar lést 2011. Þá sökk hún á kaf í þunglyndi sem hún átti í erfiðleikum með að ná sér uppúr.

Dolores var yngst sjö systkina, fædd 6. September 1971 í Ballybricken, litlu sveitaþorpi í Limerick-sýslu á Írlandi. Börnin sem mamma hennar fæddi voru reyndar 9 en tvö þeirra létust í fæðingu.

Dolore´s sýndi snemma mikinn áhuga á tónist og var byrjuð að semja lög þegar hún var 12 ára, og 19 ára var hún komin í hljómsveitina sem fékk nafnið The Cranberries en hét upphaflega The Cranberry saw us. Það voru bræðurnir Mike Hogan bassaleikari og Noel gítarleikari sem stofnuðu hljómsveitina árið 1989 ásamt trommaranum Fergal Lawler og söngvaranum Niall Queinn, í Limerick. Söngvarinn Niall sagði bless eftir ár og þá kom Dolores til skjalanna. Hún sá auglýsingu í blaði þar sem óskað var eftir söngkonu í hljómsveit. Hún mætti og eftir að hafa sungið fyrir strákana var hún ráðin.

Hún var sveitastúlka af fátæki fólki komin iog þurfti á stuttum tíma að takast á við það að vera orðin poppstjarna. það fannst henni erfitt og nú er hún látin.

Rokkland tekur ofan fyrir Dolores O´Riordan í dag.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Tommi Tomm - Grammy og Sindri Mid Atlantic

Tónlist

Úlfur Úlfur á Eurosonic

Tónlist

Iron & Wine

Tónlist

Brot af 2017