Traore orðinn forseti Malí

12.04.2012 - 09:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Dioncounda Traore, nýr forseti Malí, hótaði í morgun allsherjarstríði gegn skæruliðum túarega og islamista í norðurhluta landsins.

Traore, sem sór í morgun embættiseið sem forseti Malí til bráðabirgða, sagði að uppreisnarmenn yrðu að hverfa frá þeim borgum og bæjum sem þeir hefðu tekið, ef ekki yrði látið til skarar skríða.

Traore er ætlað að koma á lýðræði í landinu á ný í samræmi við samkomulag sem náðist við herforingja sem rændu völdum í landinu í síðasta mánuði. Samkvæmt samkomulaginu fær Traore 40 daga til að undirbúa kosningar í landinu, en búist er við að hann þurfi lengri frest vegna ástandsins í landinu.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi