Toronto meistari NBA-deildarinnar fyrsta sinni

epa07647057 Toronto Raptors forward Kawhi Leonard (C) holds up the Larry O'Brien NBA Championship Trophy after beating the Golden State Warriors in the NBA Finals game six at Oracle Arena, in Oakland, California, 13 June 2019.  EPA-EFE/LARRY W. SMITH SHUTTERSTOCK OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Toronto meistari NBA-deildarinnar fyrsta sinni

14.06.2019 - 04:26
Lið Toronto Raptors landaði í nótt fyrsta meistaratitli sínum í bandarísku NBA-deildinni þegar það sigraði meistaralið síðustu tveggja ára, Golden State Warriors, með 114 stigum gegn 110 í sjötta leik liðanna. Toronto vann úrslitaeinvígið með fjórum leikjum gegn tveimur og varð um leið fyrsta liðið sem ekki á varnarþing í Bandaríkjunum til að fagna sigri í þessari firnasterku deild, en eins og nafnið bendir til kemur liðið frá Kanada.

Þeir Kyle Lowry og Pascal Siakam skoruðu 26 stig hvor fyrir Toronto og  Kawhi Leonard og Fred VanVleet skoruðu báðir 22 stig. Klay Thompson var atkvæðamestur í liði Golden State með 30 stig. 

 

Tengdar fréttir

Körfubolti

Golden State minnkaði muninn gegn Toronto

Körfubolti

Toronto einum sigri frá titlinum