Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Tony Omos verður vísað úr landi

17.12.2013 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Nígeríumaðurinn Tony Omos sæti gæsluvarðhaldi þar til honum verður vísað úr landi, sem verður í síðasta lagi á föstudag.

Íslenskir lögreglumenn fylgja honum til Sviss, því hann sótti um hæli þar áður en hann kom hingað fyrir tveimur árum. Hann sótti einnig um hæli hér sem flóttamaður.  

Fram kom í fréttum Rúv í liðnum mánuði að hann ætti von á barni með unnustu sinni í janúar.  

Omos fór huldu höfði í nokkrar vikur til að forðast brottvísun og taldi ríkislögreglustjóri ástæðu til að hann sætti gæsluvarðhaldi fram að brottför. Héraðsdómur féllst á það og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.