Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tónleikaröð Bjarkar mest spennandi á nýju ári

Mynd með færslu
 Mynd: Björk

Tónleikaröð Bjarkar mest spennandi á nýju ári

04.01.2018 - 17:57

Höfundar

Væntanlegt tónleikaferðalag Bjarkar vegna plötunnar Utopia er á meðal mest spennandi tónlistarviðburða ársins 2018 samkvæmt samantekt BBC.

Menningarblaðamaður breska ríkisútvarpsins Arwa Haider spáir í spilin fyrir komandi tónlistarár í samantekt yfir það sem er mest spennandi í plötuútgáfu, tónleikum og grasrót.

Fremst í samantektinni yfir mest spennandi tónleika ársins er Utopia-tónleikaferðalag Bjarkar. Haider segir að tónleikar Bjarkar hafi þróast stig af stigi í listræna tónlistargjörninga og búast megi við að tónar og myndefni færist þar á enn draumkenndari lendur.

„Ég held að ég hafi gert sirka 15.000 tónleika um ævina,“ sagði Björk í viðtali við Pétur Grétarsson í Víðsjá skömmu fyrir útgáfu Utopiu. Þar sagði hún að það væri mikilvægt að hnýta ekki saman alla lausa enda á plötunni. „Hugmyndin er ekki að gera plötu fullkomna, hvað sem það nú er, heldur að maður hafi eitthvað að fara með hana. Þannig að oft eru bestu hliðarnar á plötunum mínum einhverjir tónleikar ári seinna.“

Tónleikaferðalag Bjarkar hefst 27. maí á All Points East tónlistarhátíðinni í London.

Tengdar fréttir

Tónlist

Vængjuð Björk rís upp úr legi í nýju myndbandi

Tónlist

Ræða styttu af Björk á fundi ferðamálaráðs

Popptónlist

Hefur spilað sirka 15.000 tónleika um ævina

Tónlist

„Við sáum hvort annað“