Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tónleikarnir sem allir eru að tala um

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tónleikarnir sem allir eru að tala um

28.12.2017 - 13:50

Höfundar

Hátíðartónleikarnir Gloomy Holiday voru í Hörpu í gær og í beinni útsendingu á RÚV. Á tónleikunum voru þekkt jólalög færð í nýjan og örlítið myrkari búning. Tilbreytingin lagðist misvel í fólk og samfélagsmiðlar hafa logað síðan útsendingu lauk.

Samúel Jón Samúelsson, betur þekktur sem Sammi í Jagúar, stjórnaði hljómsveitinni og meðal tónlistarmanna sem fram komu voru Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins, Alexis Taylor úr hljómsveitinni Hot Chip, Peaches, Ragga Gísla, Laddi og Svala Björgvins. Hér gefur að líta brot af þeim athugasemdum sem notendur samfélagsmiðla létu frá sér við áhorfið.

Einhverjir gerðu athugasemdir við hraðastillingarnar á útsendingu RÚV:

Lögin voru flutt í hægari takti en almennt gerist með þessa þekktu slagara:

Á tímabili loguðu samfélagsmiðlar svo glatt að sjálfur Logi Bergmann tísti eftirfarandi athugasemd:

Tónlistargagnrýnandinn Arnar Eggert Thoroddssen kom viðburðinum til varnar og sagði meðal annars „Mér fannst þetta stórmerkilegt. Skemmtileg tilraun þó að útfærslur hafi verið misgóðar. Þetta átti enda EKKI að vera skemmtilegt. Listrænt? Já. Hausinn minn er a.m.k. farinn á flug.“

Tónlistarmaðurinn og einn flytjenda kvöldsins Björgvin Halldórsson þakkaði Arnari Eggerti fyrir innleggið sagði: „Kemur mér á óvart hvað viðbrögðin hjá mörgum eru athygliverð [...]. Þetta var mjög skemmtilegt fyrir okkur tónlistarmennina. Gott innlegg hjá gulldrengjunum okkar. Bara glaður.“

Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hvatti fólk til þess að láta af reiðinni og útbjó lista yfir hluti sem hægt væri að gera i stað þess að horfa á eitthvað sem fólki þætti leiðinlegt í sjónvarpinu:

Einhverjum fannst framsetningin eilítið þunglyndisleg:

Á meðan aðrir gripu tækifærið til að vera skapandi:

Sumum þótti Laddi bera af meðal flytjenda kvöldsins:

Tengdar fréttir

Tónlist

Umdeildustu tónleikar ársins – lögin öll

Tónlist

Svört snjókorn falla á tárvotan Ladda

Tónlist

Drungaleg jól á listahátíð Sigur Rósar í Hörpu