Menningarnótt í Reykjavík er núna á laugardaginn eins og allir eflaust vita og á Menningarnótt bjóða ýmsir upp á allskonar. Menningarnótt er engri annari nótt lík og dagurinn er það ekki heldur og eitt af því sem einna mest fer fyrir eru tónleikar Rásar 2 – Tónaflóð á Arnarhóli.
Á Tónaflóði í ár koma fram:
20.00 - Reykjavíkurdætur
20.40 - Friðrik Dór
21.30 - Svala
22.00 - Síðan Skein Sól
En í Konsert í kvöld eru það Tónaflóðs-brot frá Menningarnótt í fyrra.
Fyrst á svið var Glowie (Sara Pétursdóttir) sem sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2014 þegar hún var 17 ára gömul.
Á eftir henni komu fánaberar íslenska rappsins; Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauti sem buðu svo Kött Grá Pjé og Aron Caan í heimsókn.
Bubbi Morthens var næstur, aleinn með gítarinn sinn, og svo var í lokin var boðið upp á atriði með Ísfirskri og vestfirskri tónlist.
Halldór Gunnar Pálsson frá Flateyri, sá sem samdi þjóðhátíðarlagið í fyrra og samdi líka Þjóðhátíðarlagið Þar sem hjartað slær fyrir nokkrum árum, sá hinn sami og fór í kringum landið fyrir nokkrum árum og sameinaði Íslensku þjóðina í söng þegar hann fékk 30.000 manns til að syngja inn á eitt og sama lagið, lagið Ísland, var fenginn til að leiða hóp vestfiskra tónlistarmanna.
Halldór er líka foringi og kórstjóri Fjallabræðra sem hann hafði með sér á hólinn, eins og BG og Ingibjörgu, Mugison, Helga BJörns, Láru og Margréti Rúnars, Adda í Sólstöfum og fleiri.
Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]