Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tommi Tomm - Grammy og Sindri Mid Atlantic

Mynd með færslu
 Mynd: Sigurður Ól.Bragason - Rás 2

Tommi Tomm - Grammy og Sindri Mid Atlantic

28.01.2018 - 13:52

Höfundar

Rokkland fjallar um Tómas M. Tómasson Stuðmann sem lést í vikunni í seinni hluta þáttarins en í þeim fyrri skoðum við aðeins Grammy verlaunin sem verða afhent í New York í kvöld og spjöllum við Sindra Ástmarsson hjá Mid Atlantic Entertainment.

Rokkland var í vikunni sem leið á Eurosonic Festival í Groningen í Hollandi og þar var Sindra Ástmarsson framkvæmdastjóri umboðsskrifstofunnar Mid Atlantic Entertainmnent sem er t.d. með Glowie, Kaleo, Úlfur Úlfur og Emmsjé Gauta á sínum snærum. Sindri var á Eurosonic fjórða árið í röð að fylgja sínu fólki. Rokkland ræddi við hann í dönsku samkvæmi sem haldið var vegna þess að Danmörk og dönsk tónlist var í fókus á Eurosonic. En Eurosonic er svo stærsta tónlistarhátíð Evrópu sem gengur út á að kynna nýja tónlist fyrir nýjum eyrum.

Svo verða Grammy verðlaunin afhent í nótt og það verður sýnt beint frá því á RÚV. Verðlaunin verða afhent í New York og við skoðum það aðeins í þættinum, skoðum t.d. hvaða lög eru tilnefnd í flokkunum Best Alternative Music Album og Best Americana Roots performance.

En svo var það Tommi Tomm, Stuðmaðurinn og Þursaflokksmaðurinn Tómas M. Tómasson sem lést í vikunni eftir snarpa baráttu við krabbamein.  Við höfum tekið ofan fyrir Tómasi í vikunni hérna á Rás 2 og Rokkland ærlar að minnast hans aðeins í dag og svo betur síðar.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel á aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi að Rokklands-hlaðvarpinu í gegnum iTunes.

Tengdar fréttir

Tónlist

Úlfur Úlfur á Eurosonic

Tónlist

Iron & Wine

Tónlist

Brot af 2017

Tónlist

Leyndarmál í 30 ár