Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tölvutónlist við tunglmyndir

Mynd: NASA / Wikimedia

Tölvutónlist við tunglmyndir

12.04.2017 - 08:02

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Halldór Eldjárn hefur sett saman vefsíðu sem semur tónlist við þúsundir mynda úr Appolo leiðöngrum NASA á sínum tíma. Hægt er að skoða myndirnar og heyra tónlistina á vefsíðu sem Halldór hefur sett upp. Tónlistarmaðurinn var gestur Víðsjár á Rás 1 og hér fyrir ofan má heyra viðtal við hann.

Alls konar myndir

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, gerði nýlega þúsundir mynda úr Apollo tunglferðaáætluninni aðgengilegar. Sumar þeirra eru sögulegar og merkilegar en aðrar síður merkilegar, til dæmis af líflausu yfirborði tungslins. Halldór Eldjárn segir myndirnar samt hafa allar sinn sjarma. „Þær voru teknar með bestu mögulegu tækni þess tíma og svo er afrekið, að komast til tunglsins með tölvureiknigetu sem nú má finna í vasareikni, alveg ótrúlegt.“

Tölvan semur tónlistina

Á vefsíðu Halldórs má heyra nýja tónlist sem samin er við hverja og eina mynd í þessu gríðarmikla safni. Myndirnar birtast og hverfa en eftir forritunarkúnstum Halldórs semur tölvan tónlist við hverja og eina. 

Hér fyrir ofan má heyra Halldór segja frá verkefninu en myndirnar og tónlistina má nálgast hér.