Tölvunotkun skilar ekki betri einkunnum

15.09.2015 - 06:43
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Tölvunotkun við kennslu er ekki talin skila betri námsárangri. Þetta er kemur fram í nýrri skýrslu OECD ríkjanna. Tölvunotkun í kennslustofunni var borin saman við niðurstöður Pisa könnunnarinnar og í ljós kom að tæknivæðing skólanna skilaði ekki betri námsárángri.

Yfirmaður menntamála hjá OECD, Andreas Schleicher, segir í samtali við BBC að kennarar hafi trúað um of á tækni- og tölvuvæðingu við kennslu. Tölvunotkun í kennslustofunni er mjög takmörkuð hjá þeim löndum sem koma best út úr Pisa könnuninni, til að mynda í Austur-Asíu.

Schleicher segir mikilvægara að leggja áherslu á lestur og stærðfræði en að nemendur hafi aðgang að tölvum. 

Aðgangur að internetinu og tölvum virðis í raun hafa neikvæð áhrif á námsárángur. Í Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Svíþjóð, þremur af þeim sjö löndum þar sem aðgangur að internetinu er greiðastur fyrir nemendur, hefur nemendum farið aftur í lestri. 

Ástralir verja mestum tíma á internetinu í kenslustofunni eða tæpri klukkustund, enda eru flestar tölvur á hvern nemenda þar í landi, eða ein. Á Íslandi eru fæstar tölvur á hvern nemanda, en hér deila fjórir nemendur hverri tölvu.

 

Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV