Tollarar lagt hald á 90% meira af kókaíni

epa06440629 Sri Lanka police personnel inspects 928 kg and 229 grams of Cocaine valued approximately at 1.2 million US dollars seized by the Police Narcotics Bureau and to be destroyed at Puttalam at Katunayake in Colombo, Sri Lanka, 15 January 2018. This consignment of Cocaine had been taken into custody by the Sri Lanka Police Narcotics Bureau on the high seas off Sri Lanka while aboard a merchant ship ?Equador? on its way to Belarus via India. On completion of legal procedures, the judiciary handed over the consignment to a private company to be destroyed under its supervision. The initial preparations for destruction were carried out in Katunayake and the stock of Cocaine would later be completely destroyed at Puttalam.  EPA-EFE/M.A.PUSHPA KUMARA
 Mynd: EPA
Lögregla og tollarar í Brasilíu hafa lagt hald á 90 prósentum meira af kókaíni á fyrstu sex mánuðum ársins en sama tíma í fyrra. Stærstur hluti fíkniefnanna fannst á flugvelli í suðurhluta landsins.

Meira en helmingur kókaínsins fannst við leit á flugvellinum í borginni Santos. Tveir menn voru handteknir í nágrenni hans fyrir skömmu og eru þeir grunaðir um að tengjast ítölsku mafíunni 'Ndrangheta, sem er sú stærsta þar í landi.

Tollyfirvöld segja ástæðuna fyrir aukningunni vera bætta gæslu. Í fyrra gerðu brasilískir tollverðir um 3,1 tonn upptæk og höfðu aldrei fundið jafn mikið af efninu á einu ári. Búast má við því enn meira magn verði haldlagt á þessu ári.

Mikil aukning hefur sömuleiðis verið á magni kannabis sem gert hefur verið upptækt á fyrri helmingi ársins. Alls hafa rúmlega 10 tonn verði haldlögð miðað við tæp 4 tonn á sama tíma í fyrra.

Brasilía er stór miðstöð fyrir flutninga fíkniefna til Evrópu. Efnin koma frá Kólumbíu, Bólivíu, Venesúela og Paragvæ en þau eru í auknum mæli flutt til Afríku og þaðan norður til Evrópu.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi