Tólf sæmd riddarakrossinum

01.01.2018 - 15:04
Mynd: RUV/Guðmundur Bergkvist / RUV
Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmdi tólf Íslendinga riddarakrossi í dag. Þeirra á meðal er fólk sem unnið hefur að menningu, menntun, fjölmiðlun, íþróttum og velferðarmálum. Þeirra á meðal má nefna Sigþrúði Guðmundsdóttur, forstöðukonu Kvennaathvarfs, Brynhildi Guðjónsdóttur leikkonu, Gunnar V. Andrésson ljósmyndara og Lárus Blöndal, forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Þau sem sæmd voru riddarakrossi á Bessastöðum í dag eru:

 • Albert Albertsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesbæ, riddarakross fyrir framlag á vettvangi jarðhitanýtingar
 • Álfrún Gunnlaugsdóttir rithöfundur og fyrrverandi prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og kennslu bókmennta á háskólastigi
 • Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar
 • Gunnar V. Andrésson ljósmyndari, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenska fjölmiðla
 • Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir framlag til heilsuverndar og lýðheilsu
 • Haukur Ágústsson fyrrverandi skólastjóri, Akureyri, riddarakross fyrir framlag á vettvangi skólamála og fjarkennslu
 • Lárus Blöndal forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu íþróttahreyfingarinnar
 • Ólafur Dýrmundsson fyrrverandi ráðunautur, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslensks landbúnaðar
 • Ólöf Nordal myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar
 • Sigfús Kristinsson trésmíðameistari, Selfossi, riddarakross fyrir framlag til atvinnulífs og iðnmennta í heimabyggð
 • Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfs, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að velferð og öryggi kvenna
 • Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til samhjálpar og baráttu gegn fátækt í samfélaginu
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi