Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tökum á Bollywood-mynd í Önundarfirði frestað

Önundarfjörður flateyri
Flateyri við Önundarfjörð Mynd: Jóhannes Jónsson

Tökum á Bollywood-mynd í Önundarfirði frestað

14.02.2017 - 12:15

Höfundar

Tökum á Bollywood mynd sem hefjast áttu í vikunni hefur verið frestað um óákveðinn tíma.

Búi Baldvinsson, framleiðandi myndarinnar hjá Hero Productions á Íslandi, segir ástæðu frestunarinnar vera þá að ráðast eigi í breytingar á handritinu. Þá hafi snjóleysið fyrir vestan líka haft sitt að segja en framleiðendur myndarinnar höfðu vonast eftir snjó fyrir tökurnar.

Búi segir að framleiðendurnir hafi ekki gefist upp á Íslandi og að fyrirhugað sé að ráðast í tökur á tveimur öðrum myndum, á þeirra snærum, á Íslandi í sumar. 

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Bollywood í Önundarfjörð

Veður

Snjóléttur vetur hingað til