Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tökulið Furious 8 skoðar tökustaði á Íslandi

07.01.2016 - 13:26
Tökulið bandarísku hasarmyndarinnar Furious 8 er sagt áhugasamt um að koma til Íslands til að taka upp hasaratriði fyrir myndina. Þetta kemur fram á erlendum kvikmyndavefjum í dag. Tökuliðið mun væntanlegt brjóta blað í sögu Hollywood en það vill fá að gera atriði á Kúbu.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa aðstandendur myndarinnar þegar komið til Íslands til að skoða væntanlega tökustaði en það mun hugsanlega skýrast eftir helgi hvort af komu myndarinnar verður.  

Fjallað hefur verið um væntanlega tökustaði myndarinnar  á vef Variety

Furious-myndaflokkurinn er einn sá allra vinsælasti í Hollywood en síðasta myndin,  Furious 7, þénaði til að mynda 353 milljónir dollara vestanhafs. Skömmu áður en tökum á henni lauk lést Paul Walker, einn aðalleikari myndarinnar, í bílslysi. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV