Tók aðeins klukkutíma að flytja húsið

27.11.2018 - 15:27
Mynd:  / 
„Þetta gekk bara mjög vel,“ segir Gísli Pálsson, verkfræðingur hjá Rauðsvík, en verktaki á vegum fyrirtækisins flutti í dag hús í heilu lagi af lóðinni við Laugaveg 73 yfir á Hverfisgötu 92. Flutningurinn hófst um klukkan eitt og var lokið um klukkan tvö, sem Gísli segir að hafi verið um klukkutíma á undan áætlun.

Flutningurinn í dag var þó aðeins fyrri áfangi verksins, því á morgun verður húsið flutt á endanlegan stað, á lóðina við Hverfisgötu 86A.

Til stendur að byggja á lóðinni við Laugaveg, en í samræmi við samning sem gerður var við Reykjavíkurborg var húsinu sem stóð á lóðinni bjargað og það flutt yfir á Hverfisgötu þar sem til stendur að endurbyggja það. Húsið var byggt árið 1903.

Í spilaranum hér að ofan má sjá hvernig flutningurinn í dag gekk fyrir sig, en það var Þór Ægisson sem tók myndirnar.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi