Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Todmobile og Yes í Eldborg

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Todmobile og Yes í Eldborg

15.08.2018 - 10:38

Höfundar

Í kvöld förum við á konsert með Todmobile og Jon Anderson söngvara ensku hljómsveitarinnar Yes.

Við heyrum upptöku sem Todmobile gerði fyrir Rás 2 af tónleikum sem fóru fram í Eldborg í Hörpu 15. nóvember 2014, en Todmobile er einmitt eitt af aðalnúmerum Stórtónleika Rásar 2, Tónaflóðsins sem er á Menningarnótt á Arnarhóli núna á laugardaginn.

Ásamt Jon Anderson og Todmobile var stór strengjasveit og Kór, en það er orðin hefð fyrir því að Todmobile haldi einu sinni á ári stóra tónleika í Eldborg í Hörpu og sjaldan hafði þessa frábæra tónleikaöhljómsveit tjaldað eins miklu til og þarna þegar Jon Anderson söng með sveitinni en Anderson er stórt nafn í rokksögulegu samhengi, söngvarinn úr Yes sem er ein af fyrirmyndum Todmobile, eitt stærsta nafið í progg-rokk-sögunni og það er talsvert progg í Todmobile þegar grannt er skoðað.

Hljómsveitin setti sig í samband við Jon og spurðu hann hvort hann væri til í að koma til íslands og syngja með þeim nokkur lög og Þegar hann var búinn að kynna sér bandið sagði hann já. Þetta gekk gríðarlega vel og Todmobile hefur haldið þessu áfram. Steve Hackett gítarleikari úr Genesis kom næstur og svo Nik Kershaw. Næstur í röðinni er Midge Ure söngvari Ultravox og ef þið viljið kynna ykkur hann nánar þá er nýjasti Rokklands þátturinn í Podcastinu á Itunes eða þar sem þið náið ykkur í Podcast helgaður Midge Ure. Hann ætlar að vera með Todmobile 2. nóvember nk. í Eldborg. Það er spennandi að sjá hvort Todmobile og Midge Ure komi til með að semja eitthvað saman en á nýjustu plötu Todmobile; Úlfur, sem kom út 2014 er eitt lag sem þau gerðu með Steve Hackett og annað sem þau gerðu með Jon Anderson.

En á tónleikunum sem við ætlum að hlusta á í kvöld frá því í nóvember 2014 spilaði Todmobile sín þekktustu lög; Eldlagið, Pöddulagið, Stelpurokk og Stopp, og svo líka þekktustu lög Yes eins og Roundabout, Awaken, Heart of the sunrise og Owner of a lonely heart.

Og þarna voru þau; Andrea Gylfa (söngur), Þorvaldur Bjarni (gítar og söngur, útsetningar og hljómsveitarstjórn), Eyþór Ingi (söngur), Eiður Arnason (bassi), Ólafur Hólm og Benedikt Brynleifsson (trommur og slagverk), Kjartan Valdemarsson (hljómborð), Alma Rut og Erna Hrönn (bakraddir), og svo var Hljómeyki með þeim á sviðinu og 12 manna kammersveit.

Þorvaldur Bjarni sá sjálfur um upptökur og  hljóðblöndun.

Tengdar fréttir

Tónlist

Jet Black Joe 2012 og 1993

Tónlist

Góss í Havarí í Konsert

Tónlist

Bræðslu-upphitun!

Tónlist

Moses í Háskólabíó 22. sept 2017