Ýttu á takkann-appið
Fyrir þá sem hafa horft löngunaraugum á spennumyndir þar sem persónur ýta á rauða takka sem ekki má ýta á, er komin lausn. Notandinn getur ýtt á rauðan takka og tekið þannig úrslitaákvarðanir á ögurstundu með takmarkaðar upplýsingar til að byggja á. Þetta er kannski gagnlegra en það virðist við fyrstu sýn þar sem þetta getur veitt spennufíklum útrás án afleiðinga í staðinn fyrir aðrar og hættulegri leiðir.
Smellið hér til að nálgast appið.
Kossa-appið
iFrenchKiss er smáforrit fyrir þá sem eru nógu óöryggir með kossatæknina sína til að fara í sleik við skjáinn á símanum sínum. Forritið gefur notandanum einkunn og metur tæknina eftir því. Í App store er fullyrt að hér sé ekki um neina handahófs-kennda vitleysu að ræða heldur sé hér fullkomið reiknirit að störfum sem metur tæknina út frá vísindalegri nálgun. Á sölusíðunni er jafnframt mælt með því að notendur noti þetta smáforrit til að brjóta ísinn í kerfjandi félagslegum aðstæðum.
Smellið hér til að nálgast appið.
Bjórdrykkju-appið
iBeer má ekki rugla saman við öllu gagnlegri Happyhour-smáforrit sem vísa notandanum á ódýran bjór í næsta nágrenni. Nei. Eini tilgangur þessa forrits er að gera grín af því taginu að það líti út fyrir að síminn sé fullur af bjór og þannig undirstrika gæði hallarmálsins í símanum. Það er einnig hægt að „hella bjór“ úr einum síma í annan. Notendur eru að vísu hæstánægðir með iBeer ef marka má einkuninna í App store en fleiri en 90 milljón niðurhöl hafa verið færð til bókar (ef marka má sölusíðuna) og forritið fær 4,4 í einkunn af 5 mögulegum eftir 660 umsagnir.