Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Tíu brennur í Reykjavík á gamlársdag

20.12.2018 - 13:23
Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia
Tíu áramótabrennur verða í Reykjavík með svipuðu sniði og undanfarin ár. Byrjað verður að hlaða í kestina miðvikudaginn 27. desember. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að best sé að fá hreint timbur á brennurnar. Stærstur hluti þess sem fer á brennurnar eru vörubretti en einnig er fenginn afgangur af jólatréssölunni. 

Plast, gúmmí og unnið timbur á ekki erindi í köstinn.  Starfsmenn hverfastöðva Reykjavíkurborgar verða á vettvangi við flestar brennurnar og leiðbeina þeim sem koma með efni.  Hætt verður að taka á móti efni þegar þær eru orðnar hæfilega stórar eða í síðasta lagi klukkan á gamlársdag. 

Eldur verður borinn að köstunum kl. 20.30 á gamlárskvöld á öllum stöðum með tveimur undantekningum.  Á Úlfarsfelli er tendrað kl. 15.00 um daginn og í Skerjafirði er eldur borinn að kestinum kl. 21.00 eftir blysför sem hefst kl. 20.30. 

Brennurnar  eru á eftirtöldum  stöðum (skoða á korti):

1) Við Ægisíðu, lítil brenna.

2) Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48 - 52,  (tendrað kl. 21.00, eftir blysför sem hefst kl. 20.30).

3) Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð,.

4) Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, .

5) Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi,.

6) Við Suðurfell.

7) Við Rauðavatn að norðanverðu.

8) Gufunes við Gufunesbæ.

9) Við Kléberg á Kjalarnesi.

10) Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, (tendrað kl. 15.00)

 

Upplýsingasíða á vef Reykjavíkurborgar >  https://reykjavik.is/thjonusta/aramotabrennur

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV