Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tíu bestu barnalögin

Mynd með færslu
 Mynd: Samsett mynd - Tónlist.is

Tíu bestu barnalögin

14.02.2018 - 16:00

Höfundar

Hópur starfsmanna Rásar 2 og valinna álitsgjafa hefur valið bestu barnalögin í tilefni öskudagsins, en öskudagurinn er auðvitað fyrst og fremst dagur barnanna. Í dag klæða börnin sig í grímubúninga og fara milli verslana og fyrirtækja og syngja hin og þessi lög og fá sælgæti eða annað lítilræði að launum.

Við sendum álitsgjöfum spurninguna „hver eru bestu barnalögin“ og báðum um fimm til tíu lög frá hverjum. Nú er búið að vinna úr innsendum lögum lista sem lítur svona út:

Bestu barnalögin má einnig nálgast sem lagalista á Spotify.

10. Aravísur – Ingibjörg Þorbergs

9. Súrmjólk í hádeginu – Bjartmar og Eiríkur Fjalar

8. Skýin – Spilverk Þjóðanna

7. Furðuverk – Ruth Reginalds

6. Það vantar spýtur og það vantar sög – Olga Guðrún

5. Afasöngur – Hrekkjusvín

4. Tannpínupúkinn (Í sælgætislandi) – Glámur og Skrámur

3. Ryksugulag – Olga Guðrúnu

2. Lagið um það sem er bannað – Sveinbjörn I. Baldvinsson

1. Prumpulagið – Dr. Gunni

Hrekkjusvín, Olga Guðrún, Halli og Laddi og lög af Vísnaplötunum sem Gunni Þórðar og Björgvin Halldórsson gerðu á áttunda áratugnum virðast lifa góðu lífi en átta mismunandi lög af Vísnaplötunum voru nefnd, þrjú af Hrekkjusvínaplötunni sem kom út 1977 og inniheldur liðsmenn Spilverks Þjóðanna og Þokkabótar. Fjögur lög af Eniga Megina plötu Olgu Guðrúnar Árnadóttur frá árinu 1976 voru nefnd, fjögur með Halla og Ladda og fjögur eftir Braga Valdimar Skúlason flutt af Memfismafíunni. Þegar lögin sem Ólafur Haukur Símonarson samdi voru talin saman þá eru þau sex talsins.

Meðal annara laga sem voru nefnd má nefna hér t.d: Enga fordóma með Pollapönk, Dvel ég í draumahöll (Dýrin í Hálsaskógi), Glaðasti hundur í heimi (Friðrik Dór), Gordjöss (Páll Óskar og Memfismafían), Minnkurinn í hænsnakofanum (Ómar Ragnarsson), Hlustið góðu vinir (Emil í Kattholti-Diddú), Söngur dýranna í Týrol (Stuðmenn), Pósturinn Páll (Magnús Þór), Eigið hitakerfi (Róbert bangsi), Litla músín (Jóhann Helgason) ofl.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Tíu bestu íslensku plöturnar árið 2017

Tónlist

Bestu erlendu plötur ársins 2017

Tónlist

Tíu bestu jólalögin

Tónlist

Tíu bestu ábreiðurnar