Tina Turner giftist Þjóðverja

Mynd með færslu
 Mynd:

Tina Turner giftist Þjóðverja

19.07.2013 - 10:47
Bandaríska söngkonan Tina Turner gekk í vikunni í hjónaband með sambýlismanni sínum til margra ára, þýska upptökustjóranum Erwin Bach. Þau hafa búið í Sviss í tvo áratugi. Tina Turner varð einmitt svissneskur ríkisborgari fyrr á þessu ári.

Hin nýbökuðu hjón ætla að fagna áfanganum um helgina með vígslu að búddhískum sið. Að því er kemur fram í svissneska dagblaðinu Schweiz am Sonntag verða David Bowie og bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey meðal viðstaddra. Á eftir verður að líkindum slegið upp veislu. Alltént þótti brúðhjónunum vissast að senda nágrönnum sínum tilkynningu þar sem varað var við hávaða. Þetta er í annað sinn sem Tina Turner gengur í hjónaband. Hún var áður gift tónlistarmanninum Ike Turner. Þau skildu árið 1978 eftir að hann hafði beitt hana ofbeldi um langt skeið. Tina Turner tilkynnti að hún væri hætt að syngja opinberlega eftir tónleikaferð sem lauk árið 2009.