Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar

Tilnefningar til Óskarsverðlauna kynntar

24.01.2017 - 11:50

Höfundar

Í dag verður tilkynnt hverjir eru tilnefndir til óskarsverðlauna í ár í Samuel Goldwyn kvikmyndahúsinu í Los Angeles. Sýnt er beint frá athöfninni hér á vef RÚV.

Þau sem tilkynna tilnefningarnar í ár eru Cheryl Boone Isaacs, forseti bandarísku kvikmynda-akademíunnar, leikstjórinn Jason Reitman, leikkonurnar Jennifer Hudson og Brie Larson, japanski leikarinn Ken Watanabe og mexíkanski kvikmyndatökumaðurinn Emmanuel Lubezki.

Þetta verður í fyrsta skipti sem tilnefningunum verður streymt beint á netinu. Verðlaunin sjálf verða afhent 26. febrúar en það verður í 89. skiptið sem akademían útdeilir hinum eftirsóttu gylltu styttum. Grínistinn Jimmy Kimmel mun stýra athöfninni sem verður í beinni útsendingu á RÚV og á vefnum.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Akademían dæmdi Jóhann úr leik í Óskarnum

Menningarefni

Hebu boðið sæti í Óskarsakademíunni

Jóhann tilnefndur aftur til Óskarsverðlauna