Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tilnefnd til umhverfisverðlauna

16.05.2015 - 09:50
Gufuhver á Hveravöllum.
 Mynd: photoeverywhere.co.uk - http://photoeverywhere.co.uk
Þrjú íslensk fyrirtæki hafa verið tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur reynt að sporna við losun gróðurhúsalofttegunda.

Tilnefnd eru Náttúran.is sem er vefur um umhverfisvitund, Orkuveita Reykjavíkur og loks Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem Orkustofnun rekur. 

Þetta er í tuttugasta og fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Þau voru sett á laggirnar árið 1995 til að efla vitund um náttúru- og umvherfisvernd. 12. júní næstkomandi mun Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, tilkynna hvaða íslenska fyrirtæki kemst í úrslit. Því næst velur samnorræn dómnefnd úr þeim fyrirtækjum sem hafa komist í úrslit. Verðlaunin verða afhend 27. október næstkomandi í Hörpu.

Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV