Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Tillaga um mat á hagsmunum vegna hvalveiða

11.09.2014 - 22:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Níu þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram tillögu á Alþingi um mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða. Fyrsti flutningsmaður er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Þingmennirnir vilja fela fjármálaráðherra að láta fara fram slíkt óháð mat á hagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Jafnframt verði metinn kostnaður við kynningu af hálfu stjórnvalda vegna hvalveiðistefnunnar og leitað álits fræðimanna, hagsmunaaðila og viðeigandi félagasamtaka.

Jafnframt að metið verði hver áhrif hvalveiðistefna stjórnvalda sé á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og samskipti við einstök ríki, sérstaklega Bandaríkin. Vilja þingmennirnir að ráðherra skili skýrslu um hagsmunamatið í síðasta lagi fyrir lok mars 2015.