Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tilkynnt um hvítabjörn á Melrakkasléttu

09.07.2018 - 20:41
Mynd með færslu
Mynd úr safni. Mynd: RÚV - mynd úr safni
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um að sést hefði til hvítabjarnar á Melrakkasléttu síðdegis í dag. Frá þessu er greint á Facebook-síðu embættisins.

Ekki hefur tekist að staðfesta að um hvítabjörn sé að ræða. Samkvæmt tilkynningunni sást til bjarndýrsins nyrst á Melrakkasléttu suður af Hraunhafnarvatni.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir svæðið í kvöld.

Áréttað er í tilkynningunni að fólk sem eigi ferð um svæðið hafi umsvifalaust samband við Neyðarlínuna ef það telur sig berja hvítabjörn augum og reyni ekki að nálgast dýrið.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV