Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Tilfinning og kraftur

Mynd með færslu
 Mynd: Rokkland

Tilfinning og kraftur

13.06.2016 - 10:39

Höfundar

Rokkland gerði sér ferð til Englands um síðustu helgi til að sjá og heyra á tónleikum Bruce Springsteen og AC/DC. Rokkland vikunnar fjallar um þetta ferðalag.

Bruce Springsteen er um þessa mundir að fagna 35 ára afmæli plötunnar The River sem kom út 1980 með því að spila plötuna í heild sinni meira og minna í bland við önnur lög - eldri og yngri. The River er tvöfalt 20 laga albúm og þegar hann var í Bandaríkjunum spilaði hann plötuna eins og hún lagði sig lag fyrir lag frá upphafi til enda, en eftir að hann kom til Evrópu hefur hann spilað eins og helming plötunnar og blandað lögunum af henni saman við önnur lög frá ferlinum í The River tour.

Springsteen spilaði fyrir c.a. 45.000 manns á Ricoh Arena í Coventry, heimavelli Coventry City.

AC/DC heldur áfram að bruna um heiminn eins og rokk-hraðlest þrátt fyrir að hafa lent í ýmsum áföllum á undanförnum árum. Hljómsveitarstjórinn, annar stofnandinn og ryþmagítarleikarinn Malcolm Young er ekki lengur með, hann er með heilabilun og dvelst á hjúkrunarheimili í Sidney í Ástralíu þar sem hann býr. Hann er 63 ára gamall. Trommarinn Phil Rudd lenti upp á kant við lögin í Nýja sjálandi þar sem hann býr og spilaði sig á þann hátt úr úr bandinu í fyrra. Og svo er það söngvarinn Brian Johnson sem er 68 ára gamall. Hann skemmdi í sér heyrnina í kappakstri fyrir nokkrum árum og varð samkvæmt læknisráði að leggja frá sér hljóðneman núna í vor ef hann ætlaði ekki að taka áhættuna á því að missa heyirnina alveg eða þar um bil.

Í hans stað hefur Axl Rose söngvari Guns´n Roses verið að syngja með AC/DC í Evrópu og svo tekur hann með sveitinin 10 tónleika í Bandaríkjunum í ágúst og september. Fólk hélt fyrst að það væri verið að grínast þegar nafn hans kom upp í stað Brians, en svo kom í ljós að þetta var fúlasta alvara og hann hefur verið að fá fína dóm fyrir frammistöðu sína og stóð sem vel á West-ham vellinum laugardaginn 4. júní sl.

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Á sjó og í landi, við á og í bílskúr

Popptónlist

Þetta með Vanillubúðinginn sko..

Popptónlist

Mánalaug Radiohead

Popptónlist

Bryan Ferry á línunni