Tilfellum fjölgar í Þýskalandi

26.03.2020 - 08:51
epa08322698 A view of a digital board showing the coronavirus pandemic warning 'shaking hands? Better give a smile' in Dresden, Germany, 25 March 2020. Due to the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus, public life in Germany has largely been suspended. According to the country's federal disease control agency, the Robert Koch Institute, the number of confirmed coronavirus cases in Germany had exceeded the 34,000 mark by noon on 25 March.  EPA-EFE/FILIP SINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Nærri fimm þúsund manns greindust smitaðir af kórónuveiru í Þýskalandi síðasta sólarhring, þannig að hátt í 37.000 hafa greinst þar með veiruna síðan hún barst til landsins. 

Robert Koch-smitsjúkdómastofnunin greindi frá þessu í morgun. Fimmtíu hefðu látist úr COVID-19 í gær og hefðu því 198 látist úr sjúkdómnum. Meira en 470.000 hafa greinst með kórónuveiruna á heimsvísu, en meira en 21.000 látist af völdum hennar.