Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Til Bandaríkjanna að ræða um hvali

28.04.2014 - 23:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Níu íslenskir ferðaþjónustu- og safnamenn héldu í dag til Bandaríkjanna í boði þarlendra stjórnvalda til að ræða aðrar leiðir til að hagnýta hvali með öðrum hætti en að veiða þá.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þar segir að ferðin standi til 7. maí næstkomandi, eða í tíu daga. Meðan á henni standi ræði Íslendingarnir níu við Bandaríkjamenn um stefnumál, hagþætti og vísindaleg rök fyrir því að hagnýta hvali án þess að veiða þá. Meðal þeirra sem Íslendingarnir hitta verða embættismenn, fólk sem vinnur að umhverfisferðamennsku og vernd náttúrunnar. Íslensku þátttakendurnir eru sagðir  snúa aftur til Íslands með nýjar leiðir til að upplýsa almenning, eiga samskipti við þá sem móta stefnuna, byggja upp fyrirtæki sín og afla sér nýrra markaða.