Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þyrla send austur til leitar að týndri konu

30.08.2017 - 17:48
Mynd með færslu
Stórurð við Dyrfjöll. Mynd: Lára Ómarsdóttir - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað austur á Borgarfjörð nú á sjötta tímanum til að aðstoða við leit að týndri konu sem er talin vera í sjálfheldu einhvers staðar í nágrenni við Stórurð. Konunnar hefur verið leitað síðan um klukkan tvö í dag, án árangurs.

Konan, sem er talin vera bandarísk og ein á ferð, hafði samband við Neyðarlínu um klukkan hálftvö og sagðist vera í sjálfheldu. Lýsing hennar á staðháttum þótti benda til að hún væri í Stórurð austan Borgarfjarðar eystra eða nágrenni hennar. Sambandið við hana slitnaði og síðan hefur hún ekki svarað símtölum, að sögn Jónasar Wilhelmssonar yfirlögregluþjóns fyrir austan.

Talsverður mannskapur úr velflestum björgunarsveitum Austurlands hefur verið við leit að konunni nú síðdegis.

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV