Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Þyngri refsing fyrir stafrænt kynferðisofbeldi

19.12.2017 - 14:04
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata og 22 aðrir þingmenn allra flokka nema Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um stafrænt kynferðisofbeldi.

Með frumvarpinu er lagt bann við beitingu stafræns kynferðisofbeldis og refsing lögð við þeirri hegðun að dreifa mynd- eða hljóðefni sem sýni nekt eða kynferðislega hegðun einstaklings án samþykkis hans að viðurlögðu sex ára fangelsi.

Sé brot hins vegar framið af stórkostlegu gáleysi varði það sektum eða fangelsi allt að þremur árum segir í frumvarpinu. 
 

johannav's picture
Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir
Fréttastofa RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV