Þýðingarverðlaun fyrir færeyska skáldsögu

Mynd með færslu
 Mynd:

Þýðingarverðlaun fyrir færeyska skáldsögu

23.04.2014 - 20:45
Ingunn Ásdísardóttir hlaut í dag íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á færeysku skáldsögunni Ó - sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen.

Í umsögn dómnefndar segir að orðfæri sögunnar sé snúið, kostulegt og ævintýralegt, skreytt tilbúnum orðum og orðleysum. Verkið sé endalaus sjóður af óvæntum uppákomum í tungumálinu. Dómnefnd segir að Ingunn leysi í þýðingu sinni með glæsibrag hverja þá erfiðu þraut sem við henni blasi. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini síðdegis. Þetta er í tíunda sinn sem Íslensku þýðingarverðlaunin eru afhent.