Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Þúsundir vilja þjóðaratkvæði

14.02.2011 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd:
Um ellefu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á netinu til þingmanna um að hafna Icesave frumvarpinu. Jafnframt er heitið á forseta Íslands að vísa frumvarpinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, verði það samþykkt á Alþingi. Vefsíðan kjosum.is, þar sem undirskriftum er safnað, var opnuð á föstudaginn, en núna klukkan ellefu er að hefjast blaðamannafundur, þar sem framtakið er kynnt. Nánar um það í hádegisfréttum.