Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Þúsundir flýja undan Boko Haram

09.01.2019 - 23:48
Mynd með færslu
 Mynd:
Yfir þrjátíu þúsund íbúar í norðausturhluta Nígeríu hafa lagt á flótta að undanförnu vegna ofbeldisverka ógnarverkasamtakanna Boko Haram. Edward Kallon, sendimaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í landinu, greindi frá því í dag að vígamenn samtakanna hefðu framið fjölda hryðjuverka að undanförnu. Að hans sögn hefur fólk streymt frá landshlutanum., aðallega frá Baga til Maiduguri.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV