Allir 3.000 íbúar bæjarins Wakefield á norðurodda Suðureyju Nýja Sjálands hafa fengið öruggt skjól fjarri heimilum sínum og nágrannar þeirra í borginni Nelson búa sig undir hið versta vegna einhverra mestu skógarelda sem geisað hafa í landinu áratuga skeið. Rúmlega 50.000 manns búa í Nelson en í allt eru heimili um 70.000 manns í Tasman-héraði í hættu vegna eldanna.